Störf í boði


Hutastarf með skóla


Við hjá A4 óskum eftir að ráða kraftmikla sölufulltrúa í verslun okkar í Skeifunni,  með áherslu á sölu og ráðgjöf til viðskiptavina. Um hlutastörf er að ræða á helgar- og kvöldvöktum.

Þetta starf er tilvalið með námi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur til og með 26. ágúst 2018

Hlutastarf - Kringlan


Við hjá A4 óskum eftir að ráða kraftmikinn sölumann í verslun okkar í Kringluna,  með áherslu á sölu og ráðgjöf til viðskiptavina. Um hlutastarf er að ræða þar sem vinnutíminn er annar hver fimmtudagur frá kl. 17:00 – 21:00, föstudagar frá kl. 17:00 - 19:00 og  önnur hver helgi laugardaga frá kl. 10:00 – 18:00 og sunnudaga frá kl. 13:00 – 18:00.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur til og með 19. ágúst 2018

Almenn starfsumsókn


Hér getur þú lagt inn almenna umsókn um starf hjá A4 eða Egilsson, hvort sem um er að ræða umsókn um sumarstarf eða framtíðarstarf.

A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 starfsmenn.

Við geymum allar umsóknir í 6 mánuði og munum hafa samband ef möguleiki er á starfi á því tímabili.